Til baka í námskeiðalista

6-9 ára: Ævintýragrímur

Númer: 208
Skráning og greiðsla: Fara á skráningarvef
Kennsludagur: Mánudagur til föstudags
Kennslutími: 13:00 – 16:00
Upphafsdagur: Mánudagur, 10. Ágúst, 2020
Lokadagur: Föstudagur, 14. Ágúst, 2020
Kennari: Rakel Andrésdóttir
Lýsing á námskeiði:

Á þessu námskeiði læra nemendur grímugerð á skapandi hátt. Skoðaðar verða grímur frá ólíkum löndum og einnig hvernig grímur hafa verið notaðar í leikhúsum. Nemendur vinna síðan sínar eigin grímur út frá teikningum og sögum sem þau spinna í byrjun námskeiðs. Dæmi um grímu sem nemendur gera er pappamassa haus og andlitsgrímur úr blönduðum efnum. Í lok námskeiðs verða til margir skemmtilegir ævintýrapersónur.

Verð: 25.000
Efniskaup: Allt efni innifalið. Ætlast er til að nemendur hafi með sér einhvern léttan bita / hollt nesti, en fari ekki að kaupa í kaffitímanum. Myndlistaskólinn er hnetufrír og því má ekki taka með sér nesti sem inniheldur hnetur.
Kennslustaður: Hringbraut 121
Hámarksfjöldi nemenda: 8
Kennslustundir: 20
Screen Shot 2020 05 04 At 16 12 33