13-16 ára: Dungeons & Dragons

Hlutverkaspil eru margslungnir leikir sem reyna á hæfni þáttakenda á ýmsa vegu. Beita þarf kænsku, stærðfræðilegri hugsun og samvinnu til að ná sem lengst í átökum leiksins, samskiptum og lausnum. Síðast en ekki síst þá snýst hlutverkaspil um sköpunargleði. Leikurinn fer fram undir leiðsögn stjórnandans, „Dungeon master“, sem heldur utan um allt regluverk leiksins og sér til þess að sagan verði áhugaverð.

Á námskeiðinu er spilað nýliðavænt form af „Dungeons & Dragons‟, í fyrsta tíma verða skapaðar persónur og að því loknu hefst sagan. Samhliða spiluninni fá nemendur leiðbeiningar við að skissa persónuna sína, haus, hendur, klæðnað og vopn.

Nemendur þurfa ekki að hafa neina reynslu af leiknum. Allt efni er innifalið en nemendur mega gjarnan koma með eigin skissubók og teninga.

2 námskeið eru í boði, 10 vikur hvert.

Viðbótarkostnaður: 20.700 kr. viðbótargjald vegna lögheimilis utan Reykjavíkur.

Reykjavíkurborg styrkir starfsemi barna- og unglingadeildar. Stuðningurinn einskorðast við börn og ungmenni með lögheimili í Reykjavík. Börn og ungmenni búsett í öðrum sveitarfélögum greiða af þeim sökum 30% hærri námskeiðsgjöld en börn búsett í Reykjavík. Sú upphæð verður innheimt samhliða námskeiðsgjaldinu við innritun.

Sum önnur sveitarfélög hafa niðurgreitt námskeið fyrir börn og ungt fólk. Hafa þarf samband við viðkomandi sveitarfélag.

Mörg starfsgreina- og stéttarfélög niðurgreiða nám við skólann.
Efniskaup: Allt efni er innifalið en gaman er að koma með eigin teninga og skissubók.
Hámarksfjöldi nemenda: 6 í hverjum námskeiðshóp
Kennslustundir: 34
Kafftími:

Ætlast er til að börnin hafi með sér einhvern léttan bita / hollt nesti, en fari ekki að kaupa í kaffitímanum. Athygli er vakin á því að Myndlistaskólinn er hnetufrír og því má ekki taka með sér nesti sem inniheldur hnetur.

Páskafrí:

25. mars til 3. apríl.

MYNDL RVK 22 NAMSKEID 02437

Hringbraut 121

Hópur Hefst Lýkur Kennsludagur Tímasetning Kennari Verð Skráning
1316105 25. janúar, 2024 – 4. apríl, 2024 Fimmtudagur 25. janúar, 2024 4. apríl, 2024 Fimmtudagur 17:30-19:55 Guðbrandur Magnússon 69.000 kr.
1316107 31. janúar, 2024 – 17. apríl, 2024 Miðvikudagur 31. janúar, 2024 17. apríl, 2024 Miðvikudagur 17:30-19:55 Guðbrandur Magnússon 69.000 kr.