13-16 ára: Dungeons & Dragons! Spilað og teiknað

Þáttakendur setjast niður með spilakempu með margra ára reynslu af hlutverkaspilum, búa til persónur og spila í gegnum sögu úr hugarheimi sögumanns.

Í atburðarás sögunnar má búast við því að spilararnir muni eiga samskipti við mishjálpsamt fólk, undarlegar furðuverur og marvísleg skrímsli.

Á þessu námskeiði spilum við nýliðavænt form af „Dungeons & Dragons‟, í fyrsta tíma búum við til persónur og að því loknu byrjar sagan. Samhliða spiluninni þá fá nemendur leiðbeiningar við að skyssa persónuna sína, haus, hendur, klæðnaður, vopn. Í öðrum tíma heldur sagan áfram og við munum hafa augun opin fyrir skemtilegum augnablikum í atburaðrásinni til að gera ódauðleg með teikningu.

Hlutverkaspil eru margslungnir leikir sem láta reyna á hæfni þáttakenda á ýmsa vegu, beita þarf kænsku og samvinnu til að sigra bardaga, samskiptum til að ná fram æskilegum lausnum og ekkert spilakerfi getur staðið án stærðfræði. Síðast en ekki síst þá snýst hlutverkaspil um sköpunargleði. Allur leikurinn fer fram með leiðsögn stjórnandanns, „Dungeon master‟, sem sér um að kunna gjörsamlega allar reglurnar og gera söguna áhugaverða, þáttakendur þurfa ekki að hafa neina reynslu.

Þáttakendur þurfa ekki að taka með sér neinn búnað fram yfir það sem þau langar, þá einkum er gaman að koma með eigin teninga og skyssubók.

Þegar upp er staðið munu nemendur hafa upplifað ævintýri og hafa myndrænar sannanir fyrir því sem gerðist í sögunni.

Námskeið er 8 vikur.

Viðbótarkostnaður: 20.400 kr. viðbótargjald vegna lögheimilis utan Reykjavíkur.

Reykjavíkurborg styrkir starfsemi barna- og unglingadeildar. Stuðningurinn einskorðast við börn og ungmenni með lögheimili í Reykjavík. Börn og ungmenni búsett í öðrum sveitarfélögum greiða af þeim sökum 30% hærri námskeiðsgjöld en börn búsett í Reykjavík. Sú upphæð er innheimt sérstaklega.

Sum önnur sveitarfélög hafa niðurgreitt námskeið fyrir börn og ungt fólk. Hafa þarf samband við viðkomandi sveitarfélag.

Mörg starfsgreina- og stéttarfélög niðurgreiða nám við skólann.
Efniskaup: Allt efni er innifalið en gaman er að koma með eigin teninga og skissubók.
Hámarksfjöldi nemenda: 6
Kennslustundir: 27
Kafftími:

Ætlast er til að börnin hafi með sér einhvern léttan bita / hollt nesti, en fari ekki að kaupa í kaffitímanum. Athygli er vakin á því að Myndlistaskólinn er hnetufrír og því má ekki taka með sér nesti sem inniheldur hnetur.

MYNDL RVK 22 NAMSKEID 02437

Hringbraut 121

Hópur Hefst Lýkur Kennsludagur Tímasetning Kennari Verð Skráning
1316DD 24. ágúst, 2023 – 12. október, 2023 Fimmtudagur 24. ágúst, 2023 12. október, 2023 Fimmtudagur 17:30-19:55 Guðbrandur Magnússon 68.000 kr.
1316108 19. október, 2023 – 7. desember, 2023 Fimmtudagur 19. október, 2023 7. desember, 2023 Fimmtudagur 17:30-19:55 Guðbrandur Magnússon 68.000 kr.