13-16 ára: Dungeons & Dragons! Spilað og teiknað

Á námskeiðinu spila nemendur eina sögu í Dungeons & Dragons. Við hönnum og teiknum persónur sem mynda lið. Kennarinn (dýflissumeistaranum) sér til þessa að söguheimurinn lifni við og bregst við hugmyndum, lausnum og hugsanlegum mistökum þátttakenda. Áhersla er lögð á að spilið sé skemmtilegt, og nemendur lifi sig inn í heiminn. Þegar námskeiðinu lýkur hafa nemendur öðlast hæfni til að skapa persónur í spilakerfinu og kunna grunnaðferðir við að teikna þær. Námskeiðið er fyrir byrjendur sem og lengra komna.

Þátttakendur þurfa ekki að taka með sér neinn D&D búnað.
Viðbótarkostnaður: 19.500 kr.

Reykjavíkurborg styrkir starfsemi barna- og unglingadeildar. Stuðningurinn einskorðast við börn og ungmenni með lögheimili í Reykjavík. Börn og ungmenni búsett í öðrum sveitarfélögum greiða af þeim sökum 30% hærri námskeiðsgjöld en börn búsett í Reykjavík. Sú upphæð er innheimt sérstaklega.

Sum önnur sveitarfélög hafa niðurgreitt námskeið fyrir börn og ungt fólk. Hafa þarf samband við viðkomandi sveitarfélag.

Mörg starfsgreina- og stéttarfélög niðurgreiða nám við skólann.
Efniskaup: Allt efni er innifalið en gaman er að koma með eigin teninga og skissubók.
Hámarksfjöldi nemenda: 6
Kafftími:

Ætlast er til að börnin hafi með sér einhvern léttan bita / hollt nesti, en fari ekki að kaupa í kaffitímanum. Athygli er vakin á því að Myndlistaskólinn er hnetufrír og því má ekki taka með sér nesti sem inniheldur hnetur.

Skólafrí:

◌ Páskafrí 3. -11. apríl

MYNDL RVK 22 NAMSKEID 02437

Hringbraut 121

Hópur Hefst Lýkur Kennsludagur Tímasetning Kennari Verð Skráning
1316DD 23. mars, 2023 – 18. maí, 2023 Fimmtudagur 23. mars, 2023 18. maí, 2023 Fimmtudagur 17:30-19:55 Guðbrandur Magnússon 65.000 kr.