13-16 ára: Procreate teikniforrit

Námskeið fyrir þá sem vilja læra tölvuteikningu eða dýptka þekkingu sína í Procreate.
Við byrjum á grunnatriðunum, skilningi á viðmóti forritsins og værkfærunum sem það býður uppá. Því næst lærum við um listhögtök eins og litafræði, notkun laga og hvernig þau spila saman, og að láta teikningarnar hreyfast.
Upgötvaðu sköpunarmáttinn sem er falin í spjaldtölvunni þinni.

Viðbótarkostnaður: 18.300 kr.

Reykjavíkurborg styrkir starfsemi barna- og unglingadeildar. Stuðningurinn einskorðast við börn og ungmenni með lögheimili í Reykjavík. Börn og ungmenni búsett í öðrum sveitarfélögum greiða af þeim sökum 30% hærri námskeiðsgjöld en börn búsett í Reykjavík. Sú upphæð er innheimt sérstaklega.

Sum önnur sveitarfélög hafa niðurgreitt námskeið fyrir börn og ungt fólk. Hafa þarf samband við viðkomandi sveitarfélag.

Mörg starfsgreina- og stéttarfélög niðurgreiða nám við skólann.
Efniskaup: Til að taka þátt í þessu námskeiði þarftu að eiga Ipad spjaldtölvu, apple penna og Procreate forritið.
Hámarksfjöldi nemenda: 12
Undafari:

Mikilvægt að nemendur séu með grunn þekkingu í teikningu.

Kafftími:

Ætlast er til að börnin hafi með sér einhvern léttan bita / hollt nesti, en fari ekki að kaupa í kaffitímanum. Athygli er vakin á því að Myndlistaskólinn er hnetufrír og því má ekki taka með sér nesti sem inniheldur hnetur.

Skólafrí:

◌ Vetrarleyfi 23.-25. febrúar

◌ Páskafrí 3. -11. apríl

1316 Procreate

Hringbraut 121

Hópur Hefst Lýkur Kennsludagur Tímasetning Kennari Verð Skráning
103 18. janúar, 2023 – 12. apríl, 2023 Miðvikudagur 18. janúar, 2023 12. apríl, 2023 Miðvikudagur 17:30-19:55 Dagur Pétursson Pinos 61.000 kr.