Til baka í námskeiðalista

13-16: Tölvuteikning

Númer: 1316101
Skráning og greiðsla: Fara á skráningarvef
Kennsludagur: Mánudagur
Kennslutími: 15:30 – 18:55
Upphafsdagur: Mánudagur, 07. September, 2020
Lokadagur: Mánudagur, 07. Desember, 2020
Kennari: Ninna Þórarinsdóttir
Lýsing á námskeiði:

Á þessu námskeiði verður lögð áhersla á stafræna myndvinnslu í tölvu. Nemendur læra grunnatriði í forritum eins og Illustrator og Photoshop en þau geta opnað stórbrotna ímyndunarheima sem tengjast til dæmis myndskreytingum, tölvuleikjum og teiknimyndagerð. Nemendur búa til sín eigin verkefni þar sem blandað er saman teikningu og tölvuvinnslu og kafa þannig dýpra inn í þá möguleika sem tölvan hefur upp á að bjóða. Kynntir verða stafrænir listamenn sem sérhæfa sig í að nota tölvutækni við myndvinnslu.

Verð: 61400
Viðbótarkostnaður: 18600 (unglingar búsettir utan Reykjavíkur)
Efniskaup: Allt efni innifalið. Ætlast er til að börnin hafi með sér einhvern léttan bita / hollt nesti, en fari ekki að kaupa í kaffitímanum. Athygli er vakin á því að Myndlistaskólinn er hnetufrír og því má ekki taka með sér nesti sem inniheldur hnetur.
Kennslustaður: Hringbraut 121
Hámarksfjöldi nemenda: 10
Kennslustundir: 44 kennslustundir, 13 vikur
Frí: Haustfrí er frá og með fimmtudeginum 22. október til og með mánudeginum 26. október.
13 16 Ára Kom Og Kvik 2