Til baka í námskeiðalista

13-16 ára Sumar, sól og list

Númer: 1316206
Skráning og greiðsla: Fara á skráningarvef
Kennsludagur: Mán, þri, mið, fim, fös
Kennslutími: 13:00 – 16:00
Upphafsdagur: Mánudagur, 12. Ágúst, 2019
Lokadagur: Föstudagur, 16. Ágúst, 2019
Kennari: Elín Helena Evertsdóttir
Lýsing á námskeiði:

Þema námskeiðsins er náttúran, borgarlandslagið og sumarið. Unnið verður innan- og utandyra með mismunandi efni og aðferðir bæði tvívíð og þrívíð verkefni. Þemað verður lauslega tengt hugmyndum um sjálfbærni og öll verkefnin tengjast verkum úr listasögunni á einhvern hátt, jafnrétti og málefnum samtímans. Á námskeiðinu er lögð áhersla á einstaklingsbundna tjáningu en einnig á samvinnu, hlustun, athugun, hugleiðingar og ígrundun.

Verð: 24000
Efniskaup: Allt efni innifalið. Ætlast er til að nemendur hafi með sér einhvern léttan bita / hollt nesti, en fari ekki að kaupa í kaffitímanum. Myndlistaskólinn er hnetufrír og því má ekki taka með sér nesti sem inniheldur hnetur.
Kennslustaður: Hringbraut 121
Hámarksfjöldi nemenda: 12
Kennslustundir: 20 kennslustundir, 5 dagar
13 16 Sumar Og Sól