Til baka í námskeiðalista

13-16 ÁRA: TÖLVUTEIKNING

Númer: 1316301
Kennsludagur: Föstudagur
Kennslutími: 15:30 – 17:55
Upphafsdagur: Föstudagur, 29. Október, 2021
Lokadagur: Föstudagur, 28. Janúar, 2022
Kennari: Björk Viggósdóttir
Lýsing á námskeiði:

Á námskeiðinu verða unnin fjölbreytt verkefni þar sem nemendur vinna á skapandi hátt með snjalltæki. Markmiðið er að þjálfa sjónræna athygli barnanna. Örva skapandi hugsun og persónulega tjáningu ásamt því að þroska almenn vinnubrögð og tilfinningu fyrir sköpun með snjalltækjum. Við munum nota forrit sem bjóða upp á marga möguleika til tjáningar í tónlist og myndlist. Unnið verður með skapandi viðfangsefni, upplifun og hljóðupptökur sem við vinnum áfram með skemmtilegum forritum. Þau opna stórbrotinn heim myndlistarinnar og raftónlistar. Þannig köfum við dýpra inn í þá möguleika sem snjalltæki hafa upp á að bjóða. Þar sem möguleikarnir og ímyndunaraflið hafa engin takmörk og sköpunargleðin er við völd.

Verð: 47500
Viðbótarkostnaður: 14.250 kr.- fyrir ungmenni búsett utan Reykjavíkur.

Reykjavíkurborg styrkir starfsemi barnadeildar. Börn og ungmenni búsett í öðrum sveitarfélögum greiða af þeim sökum 30% hærri námskeiðsgjöld en þau sem búsett eru í Reykjavík. Þessi upphæð er innheimt sérstaklega. Sum önnur sveitarfélög hafa niðurgreitt námskeið fyrir börn og ungt fólk. Hafa þarf samband við viðkomandi sveitarfélag.
Efniskaup: Allt efni innifalið. Ætlast er til að nemendur hafi með sér einhvern léttan bita / hollt nesti, en fari ekki að kaupa í kaffitímanum. Athygli er vakin á því að Myndlistaskólinn er hnetufrír og því má ekki taka með sér nesti sem inniheldur hnetur.
Kennslustaður: Korpúlfsstaðir
Hámarksfjöldi nemenda: 10
Frí: Jólafrí 11. des. 2021 til og með 9. jan. 2022
Tölvuteikning 10 12