Til baka í námskeiðalista

13-16 ára: Teiknum umhverfið okkar

Númer: 1316202
Skráning og greiðsla: Fara á skráningarvef
Kennsludagur: Mán, þri, fim, fös. eftir hádegi
Kennslutími: 13:00 – 16:00
Upphafsdagur: Mánudagur, 15. Júní, 2020
Lokadagur: Föstudagur, 19. Júní, 2020
Kennari: Guðný Rúnarsdóttir
Lýsing á námskeiði:

Á þessu námskeiði munu nemendur fara í vettvangsferðir um Granda og miðbæinn og skissa. Farið verður m.a. í Marshall húsið, út á Þúfu og í Hljómskálagarðinn. Nemendurnir munu síðan vinna út frá skissunum, gera verkefni í tengslum við þær og læra að binda teikningarnar inn í bókverk.

Verð: 20000
Efniskaup: Allt efni innifalið. Ætlast er til að nemendur hafi með sér einhvern léttan bita / hollt nesti, en fari ekki að kaupa í kaffitímanum. Myndlistaskólinn er hnetufrír og því má ekki taka með sér nesti sem inniheldur hnetur.
Kennslustaður: Hringbraut 121
Hámarksfjöldi nemenda: 12
Kennslustundir: 16
Frí: Frí miðvikudaginn 17. júní
13 16 Fríða María2