13-16 ára: Teikning og blönduð tækni
Númer: | 1316101 |
Skráning og greiðsla: | Fara á skráningarvef |
Kennsludagur: | þriðjudagur |
Kennslutími: | 17:30 – 19:55 |
Upphafsdagur: | Þriðjudagur, 09. Febrúar, 2021 |
Lokadagur: | Þriðjudagur, 11. Maí, 2021 |
Kennari: | Þór Sigurþórsson |
Lýsing á námskeiði: | Á námskeiðinu er unnið með ýmsar ólíkar aðferðir í teikningu og málun og gerðar tilraunir með blandaða tækni. Verkefnin sem lögð eru fyrir byggja á grundvallaratriðum sjónlista í tvívídd og þrívídd; formi, lit, áferð, ljósi og skugga. Áhersla er lögð á að veita nemendum svigrúm til tilrauna, virkja áhugasvið þeirra og sköpunargleði. Jafnframt er listasagan skoðuð til að auka skilning á þróun myndlistar og til innblásturs. |
Verð: | 57000 |
Viðbótarkostnaður: | 17200 (nemendur búsettir utan Reykjavíkur). |
Efniskaup: | Allt efni innifalið. Ætlast er til að nemendur hafi með sér einhvern léttan bita / hollt nesti, en fari ekki að kaupa í kaffitímanum. Athygli er vakin á því að Myndlistaskólinn er hnetufrír og því má ekki taka með sér nesti sem inniheldur hnetur. |
Kennslustaður: | Hringbraut 121 |
Hámarksfjöldi nemenda: | 12 |
Kennslustundir: | 41 |
Frí: | 29. mars til 6. apríl Páskafrí 22. apríl Sumardagurinn fyrsti 1. maí |
