Til baka í námskeiðalista

13-16 ára Teikning málun og grafík

Númer: 1316105
Skráning og greiðsla: Fara á skráningarvef
Kennsludagur: Miðvikudagur
Kennslutími: 17:30 – 19:55
Upphafsdagur: Miðvikudagur, 22. Janúar, 2020
Lokadagur: Miðvikudagur, 22. Apríl, 2020
Kennari: Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir
Lýsing á námskeiði:

Byrjað verður á að fara í grunnatriði teikningar; mælingar með blýanti, hlutateikningu og nákvæmnisskoðun. Teikningin verður notuð sem skoðunar- og rannskóknartæki og einnig gerðar ýmsar tilraunir með hana og farið í vettvangsferðir. Í málunarhlutanum verður farið yfir ýmsar grundvallarreglur við málun varðandi efni og aðferðir, hvernig færa megi skissur yfir í málverk eftir tilfinningu sem og aðferð til að halda raunsæi mynda sem réttast. Þá verður unnið með formskynjun og möguleika málverksins til að blekkja augað og tónlist mun jafnframt skipa veigamikinn sess til að auka skilning á lita- og formfræði, s.br. hrynjandi, myndbygging (komposisjón), spuni o.fl. Nemendur kynnast einnig einföldum aðferðum í grafík.

Verð: 59300
Viðbótarkostnaður: 17400 (ef lögheimili er utan Reykjavíkur)
Efniskaup: Allt efni innifalið. Ætlast er til að börnin hafi með sér einhvern léttan bita / hollt nesti, en fari ekki að kaupa í kaffitímanum. Athygli er vakin á því að Myndlistaskólinn er hnetufrír og því má ekki taka með sér nesti sem inniheldur hnetur.
Kennslustaður: Hringbraut 121
Hámarksfjöldi nemenda: 12
Kennslustundir: 44 kennslustundir, 13 vikur
Frí: 28. febrúar til 2. mars - Vetrarfrí
6. apríl til 14. apríl - Páskafrí
23. apríl - Sumardagurinn fyrsti
13 16 Ára Guðrun Hronn