Til baka í námskeiðalista

13-16 ára: Sköpun og persónuleg tjáning

Númer: 1316203
Skráning og greiðsla: Fara á skráningarvef
Kennsludagur: Mán. til fös. eftir hádegi
Kennslutími: 13:00 – 16:00
Upphafsdagur: Mánudagur, 22. Júní, 2020
Lokadagur: Föstudagur, 26. Júní, 2020
Kennari: Fríða María Harðardóttir
Lýsing á námskeiði:

Viðfangsefni námskeiðsins verður sjálfsmyndin, við og samfélagið. Við ræðum það að hafa rödd í gegnum sjónræna miðla. Á þessu námskeiði verður unnið með ýmsar ólíkar aðferðir í teikningu og málun og gerðar tilraunir með blandaða tækni. Farið verður í frumþætti sjónlista og gefin innsýn inn í listasöguna til að auka skilning á þróun myndlistar og til innblásturs. Við gerum ýmsar æfingar sem miða sérstaklega að því að þjálfa augað, að auka færni í teikningu og efnismeðferð en leggjum mikla áherslu á listrænt ferli, hugmyndavinnu, skissugerð og þróun verks. Áhersla verður lögð á að veita nemendum svigrúm til tilrauna og tjáningar, virkja áhugasvið þeirra og sköpunargleði.

Verð: 25000
Efniskaup: Allt efni innifalið. Ætlast er til að nemendur hafi með sér einhvern léttan bita / hollt nesti, en fari ekki að kaupa í kaffitímanum. Myndlistaskólinn er hnetufrír og því má ekki taka með sér nesti sem inniheldur hnetur.
Kennslustaður: Hringbraut 121
Hámarksfjöldi nemenda: 12
Kennslustundir: 20
Img 1990