Til baka í námskeiðalista

13-16 ára Leirrennsla og mótun

Númer: 1316106
Skráning og greiðsla: Fara á skráningarvef
Kennsludagur: Föstudagur
Kennslutími: 16:00 – 18:25
Upphafsdagur: Föstudagur, 11. Janúar, 2019
Lokadagur: Föstudagur, 05. Apríl, 2019
Kennari: Guðbjörg Björnsdóttir
Lýsing á námskeiði:

Markmið námskeiðsins er að örva og ýta undir sköpunargleði nemandans og skilning hans á þrívíddarmótun í leir. Á námskeiðinu er farið í gegnum helstu aðferðir við leirmótun og rennslu. Á rennibekk verður farið í fyrstu skef í mótun ýmissa nytjahluta og unnið með mismunandi tækni með tilliti til hvers forms fyrir sig. Farið verður í gegnum mótun frumformanna og áhersla lögð á að ná fram skilningi nemandans á formmótun og tilfinningu hans fyrir leirnum sem mótunarefni og ýmsar skreytingaraðferðir nýttar til að gera hvern hlut persónulegan og einstakan. Námskeiðið er ætlað jafnt byrjendum sem lengra komnum.

Verð: 56500
Viðbótarkostnaður: 16900
Efniskaup: Allt efni innifalið. Ætlast er til að börnin hafi með sér einhvern léttan bita / hollt nesti, en fari ekki að kaupa í kaffitímanum. Athygli er vakin á því að Myndlistaskólinn er hnetufrír og því má ekki taka með sér nesti sem inniheldur hnetur.
Kennslustaður: Hringbraut 121
Hámarksfjöldi nemenda: 10
Kennslustundir: 44 kennslustundir, 13 vikur
Frí: 23. til 26. febrúar - Vetrarfrí
15. apríl til 22. apríl - Páskafrí
25. apríl - Sumardagurinn fyrsti
8 12 Ára Leirrennsla Og Mótun 2