Til baka í námskeiðalista

10-12 ára: Teikning og málun

Númer: 109
Kennsludagur: Mán, þri, fim, fös. fyrir hádegi
Kennslutími: 09:00 – 12:00
Upphafsdagur: Mánudagur, 15. Júní, 2020
Lokadagur: Föstudagur, 19. Júní, 2020
Kennari: Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir
Lýsing á námskeiði:

Á námskeiðinu verða unnin fjölbreytt verkefni frá hugmynd til útfærslu í margvíslega miðla. Áhersla er lögð á að nemendur kynnist bæði tvívíðri og þrívíðri sköpun, og fái innsýn í að vinna með hugmyndir sínar á margvíslegan hátt. Leitast er við að skapa grunn sem nemendur geta nýtt sér á persónulegan hátt til frekari hugmyndaauðgi og sköpunargleði. Farið verður út í skissuferð ef veður leyfir, því er gott að koma klædd eftir veðri.

Verð: 20.000
Efniskaup: Allt efni innifalið. Ætlast er til að nemendur hafi með sér einhvern léttan bita / hollt nesti, en fari ekki að kaupa í kaffitímanum. Myndlistaskólinn er hnetufrír og því má ekki taka með sér nesti sem inniheldur hnetur.
Kennslustaður: Hringbraut 121
Hámarksfjöldi nemenda: 10
Kennslustundir: 16
Frí: Frí á þjóðhátíðardag Íslendinga, 17. júní.
10 12 Ára Sumar Og Sól