Til baka í námskeiðalista

10-12 ára: Teikning og blönduð tækni

Númer: 1012105
Skráning og greiðsla: Fara á skráningarvef
Kennsludagur: Miðvikudagur
Kennslutími: 15:00 – 17:15
Upphafsdagur: Miðvikudagur, 09. September, 2020
Lokadagur: Miðvikudagur, 02. Desember, 2020
Kennari: Elva Hreiðarsdóttir
Lýsing á námskeiði:

Á námskeiðinu verður lögð áhersla á grunnatriði í teikningu og málun og myndverk og æfingar unnar í mismunandi efni og áhöld. Unnið verður með hugtök eins og form, áferð, ljós og skuggar, litablöndun, myndbygging o.fl. Unnið verður innan og utan dyra og nánasta umhverfi nýtt í hugmyndavinnu verkefna ásamt því að skoða valin dæmi úr listasögunni sem tengjast verkefnunum. Lögð er áhersla á skapandi hugsun og persónulega tjáningu.

Verð: 56200
Viðbótarkostnaður: 16800
Efniskaup: Allt efni innifalið. Ætlast er til að börnin hafi með sér einhvern léttan bita / hollt nesti, en fari ekki að kaupa í kaffitímanum. Athygli er vakin á því að Myndlistaskólinn er hnetufrír og því má ekki taka með sér nesti sem inniheldur hnetur.
Kennslustaður: Korpúlfsstaðir
Hámarksfjöldi nemenda: 10
Kennslustundir: 39 kennslustundir, 13 vikur
Frí: Haustfrí er frá og með fimmtudeginum 22. október til og með mánudeginum 26. október.
Fríða María 10 12 Ára