Til baka í námskeiðalista

10-12 ára Sjónhverfingar í myndlist

Númer: 1012107
Skráning og greiðsla: Fara á skráningarvef
Kennsludagur: Mán, þri, mið, fim, fös
Kennslutími: 09:00 – 12:00
Upphafsdagur: Mánudagur, 12. Ágúst, 2019
Lokadagur: Föstudagur, 16. Ágúst, 2019
Kennari: Kristín Dóra Ólafsdóttir
Lýsing á námskeiði:

Á námskeiðinu verður farið í sjónvillur í myndlist og hvernig hægt er að nota augað til að sjá andstæðuliti. Nemendur fá að spreyta sig á að gera sínar eigin brellur og setja þær í listrænt samhengi. Einnig munum við nota form og liti til að mynda skynvillur á tvívídd og þrívídd. Markmið námskeiðsins er að nemendur fái að æfa öðruvísi sýn og sjá hvernig blekkja má augað á skemmtilegan hátt og virkja ímyndunaraflið.

Verð: 24000
Efniskaup: Allt efni innifalið. Ætlast er til að nemendur hafi með sér einhvern léttan bita / hollt nesti, en fari ekki að kaupa í kaffitímanum. Myndlistaskólinn er hnetufrír og því má ekki taka með sér nesti sem inniheldur hnetur.
Kennslustaður: Hringbraut 121
Hámarksfjöldi nemenda: 10
Kennslustundir: 20 kennslustundir, 5 dagar
146 V12 10 12 Kristín R Teikning Klippimynd 1