Til baka í námskeiðalista

10-12 ára: Myndasögur

Númer: 1012108
Skráning og greiðsla: Fara á skráningarvef
Kennsludagur: Fimmtudagur
Kennslutími: 15:15 – 17:00
Upphafsdagur: Fimmtudagur, 10. September, 2020
Lokadagur: Fimmtudagur, 10. Desember, 2020
Kennari: Dagur Pétursson
Lýsing á námskeiði:

Farið er í handritsgerð, myndbyggingu, sköpun persóna, áhöld og fleira.Notuð eru mismunandi verkfæri til myndasögugerðar. Sögupersóna er sköpuð og búnar til stuttar myndasögur eða myndabók í mismunandi stílum og aðstæðum.


Skoðuð verða verk frægra teiknara og hvernig þeirra vinna er við myndasögugerð. Lögð er áheyrsla á að nemandi skapi sem mest sjálfur með hjálp kennarans.

Skoðaðar verða myndskreyttar bækur af ýmsum gerðum, ekki eingöngu myndasögubækur. Teknar verða fyrir smásögur til að búa til myndasögur/myndskreyttar sögur.

Verð: 56200
Viðbótarkostnaður: 16800 (börn búsett utan Reykjavíkur
Efniskaup: Allt efni innifalið. Ætlast er til að börnin hafi með sér einhvern léttan bita / hollt nesti, en fari ekki að kaupa í kaffitímanum. Athygli er vakin á því að Myndlistaskólinn er hnetufrír og því má ekki taka með sér nesti sem inniheldur hnetur.
Kennslustaður: Hringbraut 121
Hámarksfjöldi nemenda: 15
Kennslustundir: 39 kennslustundir, 13 vikur
Frí: Haustfrí er frá og með fimmtudeginum 22. október til og með mánudeginum 26. október.
13 16 Myndasögur Animation