Til baka í námskeiðalista

10-12 ára Leirrennsla og skúlptúr

Númer: 1012110
Kennsludagur: Laugardagur
Kennslutími: 10:15 – 12:30
Upphafsdagur: Laugardagur, 14. September, 2019
Lokadagur: Laugardagur, 14. Desember, 2019
Kennari: Herborg Eðvaldsdóttir, Örk Guðmundsdóttir
Lýsing á námskeiði:

Nemendur þjálfast í rennslu og mótun leirs. Rennsla krefst nokkurrar þjálfunar og einbeitingar en nemendur á þessum aldri eiga gott með að tileinka sér aðferðina. Möguleikar leirrennslu auka skilning nemenda á umhverfi sínu og auðga efnistilfinningu þeirra. Með því að skilja þessu sígildu aðferð við mótun leirs fá nemendur skilning á hvernig fjölmargir hversdagslegir hlutir í kringum þá eru gerðir. Nemendur munu renna nytjahluti ásamt því að gera óhlutbundnar tilraunir og í mótunarhluta námskeiðsins munu nemendur útbúa ævintýralega og óvenjulega hluti. Í fjölbreyttum verkefnum takast nemendur á við grundvallaratriði sjónlista í tvívídd og þrívídd; form, lit, ljós og skugga. Markmiðið er að þjálfa sjónræna athygli, örva skapandi hugsun og persónulega tjáningu, jafnframt því að þroska almenn vinnubrögð og tilfinningu fyrir formi og efni. Leitast er við að kveikja áhuga á myndgerð og formhugsun í víðara samhengi, m.a. gegnum listasögu.

Verð: 54300
Viðbótarkostnaður: 15500 (ef lögheimili er utan Reykjavíkur)
Efniskaup: Allt efni innifalið. Ætlast er til að börnin hafi með sér einhvern léttan bita / hollt nesti, en fari ekki að kaupa í kaffitímanum. Athygli er vakin á því að Myndlistaskólinn er hnetufrír og því má ekki taka með sér nesti sem inniheldur hnetur.
Kennslustaður: Hringbraut 121
Hámarksfjöldi nemenda: 9
Kennslustundir: 39 kennslustundir, 13 vikur
Frí: Haustfrí er frá og með fimmtudeginum 24. október til og með mánudeginum 28. október.
Leirrennsla Og Mótun 1