Til baka í námskeiðalista

10-12 ára: Leirmótun - 9 dagar

Númer: 1012102
Kennsludagur: Mán. til fös. fyrir hádegi
Kennslutími: 09:00 – 12:00
Upphafsdagur: Mánudagur, 08. Júní, 2020
Lokadagur: Föstudagur, 19. Júní, 2020
Kennari: Örk Guðmundsdóttir
Lýsing á námskeiði:

Nemendur fá grunnþjálfun í rennslutækni og handmótun allt frá nytjahlut að skúlptúr. Unnin verða fjölbreytt verkefni með einföldum æfingum yfir í flóknari verk. Markmið námskeiðsins er að nemendur þjálfi hugmyndavinnu út frá leikgleði og sköpun, sjónrænni athygli, skapandi hugsun og persónulega tjáningu, jafnframt því að þroska almenn vinnubrögð og tilfinningu fyrir formi og efni.

Nemendur æfa sig við gerð hluta bæði í tvívíðu og þrívíðu formi og að blanda saman mismunandi tækni og áferðum.

Verð: 45000
Efniskaup: Allt efni innifalið. Ætlast er til að nemendur hafi með sér einhvern léttan bita / hollt nesti, en fari ekki að kaupa í kaffitímanum. Myndlistaskólinn er hnetufrír og því má ekki taka með sér nesti sem inniheldur hnetur.
Kennslustaður: Hringbraut 121
Hámarksfjöldi nemenda: 10
Kennslustundir: 36
Frí: Frí á miðvikudeginum 17. júní
8 11 Ára Leirmótun