Til baka í námskeiðalista

10-12 ára Furðuflíkur og flækjur

Númer: 1012112
Skráning og greiðsla: Fara á skráningarvef
Kennsludagur: Mánudagur
Kennslutími: 15:00 – 17:15
Upphafsdagur: Mánudagur, 13. Janúar, 2020
Lokadagur: Mánudagur, 27. Apríl, 2020
Kennari: Ýr Jóhannsdóttir
Lýsing á námskeiði:

Á námskeiðinu skoða nemendur þráðinn sem efnivið í list, leikjum og stillumyndagerð (stop-motion). Nemendur öðlast þekkingu á því hvernig þráðurinn á ríkan þátt í okkar daglega lífi og hvaða möguleikar felast í honum í listaverkagerð. Ólíkir þræðir verða skoðaðir og komist að hvernig þeir verða til og hvar þá er að finna í tilbúnum textíl í umhverfinu okkar. Nemendur munu kynnast þráðnum í textílleikjum og vinna tilraunir með hann í útsaum, dúskagerð, prjóni og öðrum textílaðferðum. Í tilraunum verður skoðað hvernig hægt er að nýta þráðin í textíl-myndverkum á endurnýttan textíl t.d á gamlar peysur, húfur og vettlinga. Einnig kynnast nemendur þráðnum og textílaðferðunum betur í gegnum verkefni í stillumyndagerð á ipad eða síma. Nemendur koma sjálfir með flíkina sem þeir vilja breyta, t.d. húfu, vettlinga eða peysu.

Verð: 54300
Viðbótarkostnaður: 15500
Efniskaup: Allt efni innifalið.

Ætlast er til að börnin hafi með sér einhvern léttan bita / hollt nesti, en fari ekki að kaupa í kaffitímanum.
Athygli er vakin á því að Myndlistaskólinn er hnetufrír og því má ekki taka með sér nesti sem inniheldur hnetur.
Kennslustaður: Hringbraut 121
Hámarksfjöldi nemenda: 10
Kennslustundir: 39 kennslustundir, 13 vikur
Frí: 28. febrúar til 2. mars - Vetrarfrí
6. apríl til 13. apríl - Páskafrí
6.apríl - 14.apríl Sumardagurinn fyrsti 23.apríl
Yr3