Til baka í námskeiðalista

10-12 ára Draumar og veruleiki (e.h.)

Númer: 1012202
Skráning og greiðsla: Fara á skráningarvef
Kennsludagur: Þri, mið, fim, fös
Kennslutími: 13:00 – 16:00
Upphafsdagur: Þriðjudagur, 18. Júní, 2019
Lokadagur: Föstudagur, 21. Júní, 2019
Kennari: Fríða María Harðardóttir
Lýsing á námskeiði:

Á námskeiðinu verður unnið með ýmsar ólíkar aðferðir í teikningu, málun og blandaðri tækni. Gerðar verða æfingar sem miða að því að þjálfa augað og farið verður í frumþætti sjónlista út frá hugmyndavinnu og skissugerð. Þá verður gefin innsýn inn í listasöguna auk þess sem myndmál samtímans verður skoðað.

Viðfangsefni námskeiðsins verður ímyndunaraflið, draumarnir, tengsl við hversdagslífið og að skoða sína innri rödd. Á námskeiðinu verður stuðlað að persónulegri sköpun og tjáningu.

Verð: 19500
Efniskaup: Allt efni innifalið. Ætlast er til að nemendur hafi með sér einhvern léttan bita / hollt nesti, en fari ekki að kaupa í kaffitímanum. Myndlistaskólinn er hnetufrír og því má ekki taka með sér nesti sem inniheldur hnetur.
Kennslustaður: Hringbraut 121
Hámarksfjöldi nemenda: 10
Kennslustundir: 16 kennslustundir, 4 dagar
10 12Ara2