Til baka í námskeiðalista

10-12 ára: Bókagerð og grafík

Númer: 107
Skráning og greiðsla: Fara á skráningarvef
Kennsludagur: Mán. til fös. fyrir hádegi
Kennslutími: 09:00 – 12:00
Upphafsdagur: Mánudagur, 10. Ágúst, 2020
Lokadagur: Föstudagur, 14. Ágúst, 2020
Kennari: Andrea Magdalena Jónsdóttir
Lýsing á námskeiði:

Skapandi hugsun og persónuleg tjáning fá að láta ljós sitt skína í gegnum bókagerð. Gerðar verða nokkrar ólíkar gerðir af bókum. Notkun og gildi skissubóka kynnt en einnig verður unnið með samklipp (collage) og búin til bók sem byggir á japanskri bókagerðahefð. Ólíkar aðferðir í prenttækni í listum verða kynntar og unnið með aðferðir út frá mynsturgerð og litum. Listasagan og listamenn verða tengdir við aðferðir sem unnið verður með.

Verð: 25000
Efniskaup: Allt efni innifalið. Ætlast er til að nemendur hafi með sér einhvern léttan bita / hollt nesti, en fari ekki að kaupa í kaffitímanum. Myndlistaskólinn er hnetufrír og því má ekki taka með sér nesti sem inniheldur hnetur.
Kennslustaður: Hringbraut 121
Hámarksfjöldi nemenda: 10
Kennslustundir: 20
10 12 Ára Myndlist