Verkfærakassinn er nýtt námskeið, ætlað sem undirbúningsnám fyrir inntökupróf í fornám eða tveggja ára listnámsbraut Myndlistaskólans í Reykjavík.

Námskeiðið er þrískipt og kennd eru nokkur undirstöðuatriði í hlutateikningu, litablöndun og hugmyndavinnu.

Námsskeiðið er hugsað fyrir nemendur sem vantar undirstöðu og færni og vilja styrkja grunn sinn í sjónlistum á menntaskólastigi. Námsskeiðið er ekki hugsað sem undirbúningur fyrir háskólanám í sjónlistum.