Þrenna / undirbúningsnám

Þrenna er samsett úr þremur námskeiðum á önn í eitt skólaár, eða yfir tvær annir. Hún er ætluð fólki sem hefur hug á að fara í framhaldsnám í myndlist, hönnun, arkitektúr eða öðrum tengdum greinum en hefur ekki tök á að sækja undirbúningsnám í dagskóla.

Nemendur í Þrennu fá 30% afslátt af námskeiðsgjöldum.

Þrennan er að jafnaði samsett úr námskeiðunum Teikning 1, Módelteikning 1, Gróðurhús hugmyndanna, Teikning 2, Form, rými, hönnun og Litaskynjun. Öll þessi námskeið eru á framhaldsskólastigi.