Undirbúningsnám
Þrenna er ætluð fólki sem hefur hug á að fara í framhaldsnám í myndlist, hönnun, arkitektúr eða öðrum tengdum greinum en hefur ekki tök á að sækja undirbúningsnám í dagskóla.
Þrennan er að jafnaði samsett úr tólf einingum á einu skólaári eða þremur tveggja eininga námskeiðum á hvorri önn. Við hvetjum áhugasama nemendur til að þiggja rágjöf um val á námskeiðum en til að byggja upp góðan grunn fyrir umsókn er gott að taka námskeið í teikningu, módelteikningu, hugmyndavinnu, form- og litfræði, ljósmyndun og möppugerð en við samsetningu Þrennunnar er tekið tillit til námsferils hvers og eins.
Nemendur í Þrennu fá 20% afslátt af námskeiðsgjöldum.