Árs nám í myndlist

Myndlist er eins árs nám ætlað þeim sem lokið hafa starfsbraut eða sambærilegu námi. Í náminu er lögð áhersla á að nemandinn kynnist fjölbreyttum vinnuaðferðum, tækni og hugtökum sem notuð eru um myndlist og hönnun og öðlist innsýn í listasögu og samtímalist. Námið veitir engin formleg réttindi en það gefur nemendum möguleika á að skapa sér starfsvettvang á sviði listsköpunar, á eigin spýtur eða með stuðningi. Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að:

  • nota margskonar aðferðir og miðla myndlistarinnar
  • umgangast helstu verkfæri og tæki sem notuð eru í myndlist
  • vinna að eigin listsköpun, sjálfstætt eða með stuðningi
  • tjá sig um eigin verk og annarra á skilmerkilegan hátt, miðað við færni og tjáningarmáta
  • tjá sig um áhugamál sín á skilmerkilegan hátt, miðað við færni og tjáningarmáta
  • vera skapandi þátttakandi í samfélaginu

Myndlist samanstendur af 30 einingum, 15 á hvorri önn.

Um er að ræða hálft nám en kennt er fyrir hádegi alla virka daga.

Inntökuskilyrði eru að umsækjandi hafi lokið starfsbraut framhaldsskóla eða sambærilegu námi. Að auki eru umsækjendur boðaðir í viðtal hjá inntökunefnd.

Nánari upplýsingar um nám í myndlist má finna í óstaðfestri námslýsingu.

Skólagjöld fyrir námsárið 2021-2022 eru 164.000,- kr.

Deildarstjóri er Margrét M Norðdahl.

Sæktu um hér.