Áfanganám á BA-stigi

Nám á 4. þrepi beinist að aukinni faglegri sérhæfingu nemandans, stjórnun og þróun á starfsvettvangi. Slíkt nám er skilgreint á framhaldsskólastigi en háskólum er heimilt að meta það til ECTS eininga (háskólaeininga) og þá er leyfilegt að geta þess í upplýsingum um námið. Námsbrautir Myndlistaskólans á 4. þrepi í keramiki, málaralist, teikningu og textíl eru viðurkenndar sem nám á háskólastigi af erlendum samstarfsháskólum. Námið getur nýst sem hluti af BA-prófi frá listaháskólum og menntastofnunum víðsvegar um heiminn. 

Inntökuskilyrði í áfanganám á BA-stigi eru að umsækjandi hafi lokið stúdentsprófi af listnámsbraut eða sambærilegu námi.