Vetrarnámskeið

Hvað kveikir áhuga hjá þínu barni? Myndasögur, kvikmyndaklipping eða skúlptúrgerð? Textíll, leirmótun eða grafík?

Vetrarnámskeið fara fram einu sinni í viku og standa yfir í eina önn (þrettán vikur). Krökkunum er alla jafna skipt í fjóra aldurshópa: 4-5 ára, 6-9 ára, 10-12 ára og 13-16 ára. Börnin eru aldrei fleiri en sex í yngsta aldurshópnum og mest tólf í unglingahópunum. Þannig er tryggt að hvert barn fái persónulega tilsögn við sitt hæfi.

Námskeiðin eru haldin á þremur stöðum á höfðuborgarsvæðinu: Í JL-húsinu við Hringbraut, í félagsmiðstöðinni Miðbergi við Gerðuberg og á Korpúlfsstöðum.