Sumarnámskeið

Hvað ætlar þitt barn að gera í sumar?

Á sumrin er boðið upp á einnar og tveggja vikna löng námskeið fyrir börn í sumarleyfi. Kennslan fer fram daglega, ýmist fyrir eða eftir hádegi. Krökkunum er skipt í nokkra aldurshópa og þau vinna með margvísleg efni og aðferðir, bæði tvívíð og þrívíð verkefni. Auk þess er farið í vettvangsferðir og unnið utandyra að hluta.

Hér getur þú séð þau námskeið sem eru í boði í júní og ágúst.