Samstarf við Reykjavíkurborg

Myndlistaskólinn í Reykjavík hefur um árabil átt í samstarfi við skóla- og frístundasvið Reykjavíkur um að bjóða leik- og grunnskólum að taka þátt í myndlistarsmiðjum.

Samstarf við leikskóla byggist á því að börnin koma reglulega í Myndlistaskólann ásamt kennurum sínum þar sem þau vinna að fjölbreyttum verkefnum í fámennum hópum.

Samstarf við grunnskóla er tvíþætt. Nemendur á yngsta- og miðstigi vinna þrjá morgna í Myndlistaskólanum og koma kennarar skólans í eina til tvær heimsóknir í grunnskólann. Nemendur á unglingastigi vinna tvo morgna í Myndlistaskólanum og koma kennarar skólans í tvær til þrjár heimsóknir i grunnskólann.

Markmið

a) að styðja við og dýpka þá myndlistarkennslu sem fer fram innan leik- og grunnskólans

b) að kynna starfsaðferðir og nálgun myndlistarmannsins fyrir nemendum

c) að gefa nemendum kost á að kynnast vinnuumhverfi í sérútbúnum myndlistarskóla

d) að kynna vinnubrögð sem viðhöfð eru í myndlistarnámi fyrir stjórnendum og kennurum

d) að víkka sjóndeildarhring nemenda gegnum sjónræna skynjun og listræna tjáningu

e) að auka hæfni nemenda til að beita skapandi aðferðum við fjölbreytta verkefnavinnu

Þáttaka

Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar auglýsir eftir leik- og grunnskólum til þáttöku einu sinni á ári. Umsóknarferli fyrir veturinn 2019-2020 er lokið.