Leik- og grunnskólar

Samstarf við leik- og grunnskóla hefur um árabil verið sérstakur liður í samningi skólans við skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar. Samstarfið hefur verið með ýmsu móti og upp úr því hafa orðið til fjölmörg spennandi verkefni sem skólinn á í sínum verkefnabanka. 

Listbúðir fyrir grunnskóla hafa ýmist verið settar upp í Myndlistaskólanum eða viðkomandi grunnskóla og hafa staðið yfir í allt að eina viku. Skólinn hefur einnig haldið listbúðir í samstarfi við grunnskóla á landsbyggðinni. 

Samstarf við leikskóla byggist á því að börnin koma reglulega í Myndlistaskólann ásamt kennurum sínum þar sem þau vinna að fjölbreyttum verkefnum í fámennum hópum.