Afslættir, styrkir, greiðsludreifing

Hægt er að nýta frístundastyrk ÍTR fyrir börn og ungt fólk á aldrinum 6 - 18 ára á námskeiðum skólans (sjá reglur ÍTR um frístundastyrk) / (sjá leiðbeinginar um ráðstöfun)

Skólinn veitir 10% systkina- og fjölskylduafslátt og 20% til framhaldsskólanema.

Vakin er athygli á því að skólinn getur ekki fellt niður eða endurgreitt námskeiðsgjöld eftir að námskeið er hafið.

Reykjavíkurborg styrkir starfsemi barna- og unglingadeildar. Stuðningurinn einskorðast við börn og ungmenni með lögheimili í Reykjavík. Börn og ungmenni búsett í öðrum sveitarfélögum greiða af þeim sökum 30% hærri námskeiðsgjöld en börn búsett í Reykjavík. Sú upphæð er innheimt sérstaklega. 

Sum önnur sveitarfélög hafa niðurgreitt námskeið fyrir börn og ungt fólk. Hafa þarf samband við viðkomandi sveitarfélag.

Mörg starfsgreina- og stéttarfélög niðurgreiða nám við skólann.