Börn og unglingar

Listnám er áhrifaríkasta leiðin til að virkja og rækta sköpunargáfu ungmenna. Myndlistaskólinn í Reykjavík býður upp á fjölbreytt myndlistarnámskeið fyrir börn og unglinga allt frá 4 ára aldri. Á námskeiðunum er unnið með ólík efni og alls konar tækni svo sem teikningu, málun, leir, pappír og gifs.

Allir kennarar í barna- og unglingadeild eru háskólamenntaðir á sviði myndlistar, hönnunar eða byggingarlistar og við leggjum sérstaka áherslu á að þeir hafi kennsluréttindi.

Barna- og unglingadeild nýtur stuðnings Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur sem niðurgreiðir námskeiðsgjöld fyrir börn og unglinga með lögheimili í borginni.

Sjá vetrarnámskeið / Sjá sumarnámskeið

Deildarstjóri barnadeildar er Charlotta R. Magnúsdóttir