Almenn námskeið á framhaldsskólastigi

Við Myndlistaskólan í Reykjavík er boðið upp á grunn- og framhaldsnámskeið á ýmsum sviðum sjónlista; teikningu, módelteikningu, málun, vatnslitun, litaskynjun, þrívíðri myndbyggingu, keramik, listasögu, silkiþrykki/textílþrykki og fleiru.
 
Við upphaf náms er öllum nemendum skólans ráðlagt að byrja á grunnnámskeiðum í teikningu en teiknikunnátta er undirstaða allra frekari menntunar á þessu sviði.
 
Flest námskeiðanna eru ein önn að lengd en sum eru tvær annir. Þessi námskeið eru kennd einu sinni í viku. Sum námskeið hafa einnig verið kennd í styttri lotum. 
 
Við námskeiðislok fær nemandinn staðfestingu um þáttöku sína og ástundun. Nám við skólann er í flestum tilvikum metið til eininga innan framhaldsskólakerfisins sé það stundað með fullnægjandi hætti en lágmarksmæting er 80%. Í kjölfar innleiðingar nýrra menntalaga stendur til að endurskoða áfangalýsingar Myndlistaskólans.
 
Námskeiðaþrenna
Myndlistaskólinn í Reykjavík býður upp á samfellt nám í kvöldskóla fyrir fólk sem hefur hug á að fara í framhaldsnám í myndlist, hönnun, arkitektúr eða öðrum tengdum greinum en hefur ekki tök á að sækja undirbúningsnám í dagskóla. 
 
Afslættir, styrkir og greiðsludreifing
Námskeiðin eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga en nánari upplýsingar um slík réttindi fást  hjá viðkomandi stéttarfélagi. Hægt er að skipta námskeiðsgreiðslum í þrjá hluta fyrir eina önn og sex hluta fyrir allan veturinn. Veittur er 10% fjölskyldu-/systkinaafsláttur og 20% afsláttur fyrir framhaldsskólanema. Afsláttur Námskeiðaþrennu er 30%. Nánari upplýsingar um greiðsludreifingu og afslætti fást á skrifstofu skólans.
 
Skráning á námskeið haustið 2017 hefst fimmtudaginn 10.ágúst. Hér er hægt að skoða námskeiðin sem eru í boði.