Námskeið fyrir ungt fólk á aldrinum 13-16 ára

Eitt af markmiðum Myndlistaskólans er að veita nemendum á grunnskólastigi möguleika á að tileinka sér þekkingu og reynslu á sviði sjónmennta, sem styður við og dýpkar þá almennu þekkingu sem grunnskólinn veitir með listgreinakennslu sinni. Verkefnin eru fjölbreytt og miðast við þroska nemenda hverju sinni.Unnið er með grundvallaratriði sjónlista í tvívídd og þrívídd; form, rými,lit, ljós og skugga.

Aðstaða innan fagskóla er oftast önnur en mögulegt er að veita innan hins almenna skólakerfis. Felst það fyrst og fremst í lengri viðveru nemenda, möguleika á umfangsmeiri verkefnum og aðstöðu á verkstæðum, auk örvandi áhrifa þess að upplifa jafnt og þétt verk í vinnslu og fullbúin verk eftir nemendur á öllum aldri. Nemendur hafa einnig aðgang að bókasafni skólans sem er vel útbúið fagbókasafn.

  • Allt efni innifalið.
  • 12 börn í hópnum.
  • Frístundakort Reykjavíkurborgar.

Námskeið

SKRÁNING OG GREIÐSLA Númer Heiti námskeiðs Kennari Kennslutími Upphafsdagur vorannar Lokadagur vorannar Staða
150201 13-16 ára Teikning málun grafík Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir 17.30-19.55
150301 13-16 ára Leir og gifsmót -leikur að formum Guðbjörg Björnsdóttir 17.30-19.55
150501 13-16 ára Teikning, málun og blönduð tækni Margrét M. Norðdahl 17.45-20.10
150801 13-16 ára „Animation“, video og myndasögur Þórey Mjallhvít H. Ómarsdóttir 18:00-20:25