Umsóknarfrestur um nám við sjónlistadeild til 23. maí

Opið er fyrir umsóknir í sjónlistadeild til og með 23. maí. Sjónlistadeild býður upp á tvær námsleiðir: listnámsbraut - tveggja ára námsbraut til stúdentsprófs og fornám - eins árs námsbraut til undirbúnings frekara námi í sjónlistum á háskólastigi. Boð í inntökupróf deildarinnar sem haldið verður föstudaginn 26. maí 2017 verða send út að loknum umsóknarfresti en til þess að fá slíkt boð þurfa umsækjendur að uppfylla forkröfur skólans eða færa fullnægjanda rök fyrir umsókn sinni. Hafa ber í huga að frágangur umsóknarinnar er metinn sérstaklega og því er nauðsynlegt að hún sé vel og skilmerkilega útfyllt.