Skráning á sumarnámskeið í fullum gangi

Skráning er hafin á sumarnámskeið sem verða í boði í júní og ágúst hjá Myndlistaskólanum í Reykjavík á Hringbraut 121 og í útibúi skólans á Korpúlfsstöðum í Grafarvogi. 
 
Í sumar verður að vanda boðið upp á fjölbreytt úrval námskeiða fyrir börn og unglinga á aldrinum 4-16 ára. Á sumarnámskeiðunum er unnið með margvísleg efni og notaðar fjölbreyttar aðferðir myndlistarmanna við rannsóknir, sköpun og skráningu. Unnin eru tvívíð og þrívíð verkefni, farið í vettvangsferðir og unnið utandyra að hluta. Námskeiðin eru annars vegar kennd fyrir hádegi, frá kl. 9.00-12.00, og hins vegar eftir hádegi, frá kl. 13.00-16.00. Flest eru þau vika að lengd (4-5 dagar). Kennarar eru allir starfandi myndlistarmenn með kennsluréttindi og/eða mikla kennslureynslu. 
 
Nánari upplýsingar um sumarnámskeiðin er að finna hér. Hægt er að skrá sig í gegnum skráningarvef skólans eða með því að hringja í skrifstofu s. 551-1990. Skrifstofan er opin kl. 13.00-17.00 mánudaga-fimmtudaga og kl. 13.00-16.00 á föstudögum. 
 
Gleðilegt sumar!