Kærleiksveran í fréttabréfi skóla- og frístundasviðs

Í nýútkomnu fréttabréfi skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar er fjallað um fjölbreytt og gróskumikið fagstarf hjá stofnunum sviðsins. Á meðal umfjöllunarefna í fréttabréfinu er verkefnið Kærleiksveran sem Myndlistaskólinn í Reykjavík stóð fyrir með Melaskóla og leikskólunum Sæborg og Hagaborg. Kærleiksveran er hluti af verkefninu Evrópsk menningarbörn - Cultural Children of Europe sem hefur það að markmiði að stuðla að því að menning og listir verði eðlilegur hluti af daglegu lífi barna frá fæðingu til 8 ára aldurs.
 
Lesa má nánar um Kærleiksveruna og um önnur áhugaverð verkefni í fréttabréfi skóla- og frístundasviðs