Úr þögn í þrívídd - tungumál kvikmyndanna

Númer: 
270301
SKRÁNING OG GREIÐSLA: 
Fara á skráningarvef
Kennari: 
Oddný Sen
Kennsludagur / kennsludagar: 
Miðvikudagar
Kennslutími: 
17.45-19.25
Upphafsdagur haustannar: 
miðvikudagur, 18 október, 2017
Lokadagur haustannar: 
miðvikudagur, 29 nóvember, 2017
Stutt lýsing á námskeiði: 
Kvikmyndin hefur verið nefnd sjöunda listgreinin og er yngst allra listgreina, en áhrifamáttur hennar fer stöðugt vaxandi. Það verður því stöðugt nauðsynlegra að kunna skil á kvikmyndasögu og kvikmyndatækni til að greina kvikmyndir. Kvikmyndalæsi helst í hendur við fjölmiðla- og almennt myndlæsi og getur því nýst á mjög breiðu sviði.
 
Markmiðið með námskeiðunum (7 vikur fyrir jól og svo er hægt að velja 7 vikur eftir jól) er að veita eins yfirgripsmikla þekkingu á kvikmyndum og völ er á. Leitast verður við að veita grundvallarþekkingu á notkun kvikmyndarinnar sem miðils með því að fara yfir  kvikmyndasöguna, kynna helstu aðferðir við kvikmyndatöku, klippingu og nálgun á málefnum sem eru í deiglunni, auk þess sem áhrifamestu kvikmyndaleikstjórar sögunnar og kvikmyndir þeirra verða skoðaðar, eins og til dæmis myndir Alfred Hitchcock, Stanley Kubrick, Orson Welles, Pablo Almódovar og Paul Thomas Anderson svo einhverjir séu nefndir. Farið verður í kvikmyndir frá ýmsum þjóðlöndum og rýnt í helstu stefnur og strauma kvikmyndasögunnar.
 
Frídagar haustönn: 
Vetrarfrí verður á fimmtudeginum 19. föstudeginum 20. og mánudeginum 23. október
Verð: 
Kr. 29,900
Hámarksfjöldi nemenda: 
25
Kennslustaður: 
Hringbraut 121
Kennslustundir: 
17,5
Fjöldi kennsluvikna: 
7
Deild: 
Almenn námskeið
Flokkur: 
Endurmenntun