Umsókn í diplómanám í teikningu

Umsóknarfresti fyrir nám á haustönn 2016 er lokið. Upplýsingar um inntöku nýrra nemenda veitir Anna Cynthia Leplar, deildarstjóri, teikning@mir.is

TEIKNING diplómanám - tveggja ára nám í samstarfi Myndlistaskólans og Tækniskólans. 

Umsóknin er rafræn og minnt er á að frágangur hennar er metinn, því er nauðsynlegt að hún sé vel og skilmerkilega útfyllt, umsækjandi þarf að hafa lokið listnámsbraut framhaldsskóla eða sambærilegu námi eða hafa starfsreynslu. Umsóknargjald er 6.000 krónur.

Leiðbeiningar - til þess að umsóknin sé fullgild þarf:

 • að skila rafrænni umsókn með skjölum yfir staðfestan námsferil umsækjanda og andlitsmynd
 • að greiða umsóknargjald
 • að afhenda eftirtalin gögn á skrifstofu skólans:
  • umsókn útprentaða og undirritaða
  • skissubók eða skissur sem endurspegla persónulega sköpun og hugmyndavinnu
  • möppu með sýnishornum af verkum umsækjanda - hámarksstærð A3:
   • 10 - 20 myndir af verkum s.s. ljósmyndir, tölvuprent eða annarskonar heimildir.
   • Greinargóða lýsingu með myndum af verkum þar sem fram koma upplýsingar um stærð, ártal, efni og aðferð.
   • Upplýsingar um, við hvaða kringumstæður verkið var gert s.s. í skóla, sem sjálfstæð vinna í skóla eða utan skóla

Varðandi námsráðgjöf má senda póst til:  namsrad@mir.is

Farið verður með umsókn og fylgigögn sem trúnaðarmál. Skólinn sendir í pósti svarbréf vegna allra umsókna. Nemendur sem teknir verða inn í skólann þurfa að staðfesta skólavist með greiðslu fyrir lok júní; upphæð sem er 1/3 hluta af skólagjöldum fyrstu annar.

Við lokaval úr umsóknum eru eftirfarandi þættir skoðaðir:

Teikniþáttur: þ.e. teiknifærni, raunveruleg viðfangsefni s.s. módel- og umhverfisteikningar, ímynduð viðfangsefni.

Frásagnarþáttur: þ.e. frásagnarmáttur teikninganna/viðfangsefnanna, myndskreytingar, teiknimyndasögur, animation.

Fjölbreytni: þ.e. fjölbreytt viðfangsefni, fjölbreytni í efni og aðferðum s.s. karaktersköpun, animation, teiknimyndasögur.