UMSÓKN Í SJÓNLISTADEILD

Opið er fyrir umsóknir í sjónlistadeild fyrir skólaárið 2017-18 til og með þriðjudeginum 23. maí 2017.

Sjónlistadeild Myndlistaskólans í Reykjavík býður upp á tvær námsleiðir: Listnámsbraut - tveggja ára nám til stúdentsprófs og Fornám - eins árs námsbraut til undirbúnings frekara námi í sjónlistum á háskólastigi.

Til að umsókn um sé fullgild þarf:

  • að skila rafrænni umsókn með andlitsmynd
  • að greiða inntökuprófsgjald (7.500 kr.)
  • að heimila aðgang að námsferli umsækjanda í Innu (hakað er við í umsókn) ef námsferil er að finna þar. Ef námsferill umsækjanda er ekki skráður í Innu þarf að láta fylgja staðfest afrit af námsferli með umsókninni sem fylgiskjal/fylgiskjöl.

Minnt er á að frágangur rafrænnar umsóknar er metinn sem hluti af inntökuprófi og því nauðsynlegt að hún sé vel og skilmerkilega útfyllt.

Umsækjendur sem uppfylla inntökuskilyrði fyrir námið sem sótt er um og senda inn fullgilda umsókn, fá sent boð að loknum umsóknarfresti, í inntökupróf, sem verður haldið föstudaginn 26.maí 2017. Nemendur sem teknir verða inn í skólann þurfa að staðfesta skólavist með greiðslu fyrir lok júní; upphæð sem er 1/3 hluta af skólagjöldum fyrstu annar.

FARA Á UMSÓKNARVEF

Nánari upplýsingar um sjónlistadeild veitir starfsfólk skrifstofu (s.551-1990, mir@mir.is) og deildarstjóri sjónlistadeildar (sjonlist@mir.is). Varðandi námsráðgjöf má senda póst til námsráðgjafa skólans (namsrad@mir.is).