Tækniskólinn - samstarf

Haustið 2007 bauð Myndlistaskólinn, í samvinnu við Iðnskólann í Reykjavík (sem nú hefur sameinast Tækniskólanum) upp á nýjan námsmöguleika, MÓTUN - leir og tengd efni.

Námið er verklegt og fræðilegt nám og fer sá hluti sem snýr að faglegum hluta námsins fram í Myndlistaskólanum í Reykjavík (90 ETCS). Í Tækniskólanum er kenndur almennur hluti, sem felst í menningarfræðum, tölvugreinum og viðskiptagreinum (30 ETCS) og eru þeir hlutar fléttaður inn í allar annir námsins.

Umsóknareyðublöð, móttaka umsókna og inntökuferli er hjá Myndlistaskólanum í Reykjavík.

Samstarf skólanna tók einnig til Keramik kjörsviðs á listnámsbraut Tækniskólans, eins misseris áfanga sem kenndur er á keramikverkstæðum Myndlistaskólans auk samtarfs í evrópuverkefnum.