Tækniaðstoð

PRENTUN

Prent og ljósritunaraðstaða fyrir nemendur Myndlistaskólans er á glergangi 3. hæð. Þar er tölva, Ljósritunarvél/prentari svart/hvít.
ATH! Best er að hafa allt efni sem prenta skal á glergangi tilbúið til prentunar á PDF formati eða beint af Google.

Glergangur 3. hæð

  • Canon IR2525 sv/hv er ljósritunarvél og prentari fyrir allan texta og myndir sem ekki þurfa að vera í litum. Hægt er að velja um A4/A3, Posterprentun og duplex (prentar báðu megin á blaðið).

Litprentun

·         Myndlistaskólinn tekur að sér að prenta námsefni í litum fyrir kennara og nemendur.

·         Ef þú hefur ekki þegar fengið slóðina senda í tölvupósti hafðu þá samband við umsjónarmann.

·         Allt efni þarf að vera uppsett og frágengið tilbúið til prentunar á PDF formati.

·         Við prentum bæði A4 og A3 öðrumegin á blaðið.

·         Umsjónarmaður hefur til sölu ljósmyndapappír matt/glans.

·         Gott er að það komi fram hvert formatið er A4/A3.

 

VANDAMÁL VIÐ PRENTUN !!!

1.     IR2525 á að vera sjálfgefin (default) vertu viss um að hann sé valin til að prenta skjalið.

2.     Vertu viss um að þú hafir valið rétta pappírsstærð. „Ef t.d. þitt skjal er (letter) eða eitthvað slíkt þá þarftu að svara villu sem kemur upp því við notum einungis A3 og A4“

3.     Farðu yfir prentstillingar til öryggis - þær gætu verið með stillingum frá síðasta notanda.

4.     Athugaðu hvort það vanti pappír í prentarann.