Sumarnámskeið


Myndlistaskólinn í Reykjavík býður vikulöng sumarnámskeið fyrir börn og unglinga í júní og ágúst. Á sumarnámskeiðunum er unnið í margvísleg efni og notaðar fjölbreyttar aðferðir myndlistarmanna við rannsóknir, sköpun og skráningu. Unnin eru tvívíð og þrívíð verkefni, farið í vettvangsferðir og unnið utandyra að hluta.

Námskeiðin eru annars vegar kennd fyrir hádegi, frá kl. 9.00-12.00, og hins vegar eftir hádegi, frá kl. 13.00-16.00. Kennt er í aldurshópunum 4-5 ára, 6-9 ára, 10-12 ára og 13-16 ára. Kennarar eru allir starfandi myndlistarmenn með kennsluréttindi og/eða mikla kennslureynslu.

Skráning sumarnámskeið 2017 stendur yfir.

Sjá lista yfir námskeið í barnadeild