Styrkir og alþjóðlegt samstarf

Menntaáætlun Evrópusambandsins, Leonardo og Erasmus +

 • Síðan 2007 hefur Myndlistaskólinn í Reykjavík sótt um styrki til Mennaáætlunar Evrópusambandsins fyrir námsferðum nemenda og kennara til Evrópu. Árið 2010 fékk skólinn vottun á Leonardoverkefnið og styrkloforð sem gilti til ársins 2013. Styrkurinn gerir nemendum á annarri önn (B-hluta) í diplómanámi í keramik, teikningu og textíl kleift að fara í tveggja vikna vettvangsferð til Evrópu að heimsækja skóla og fyrirtæki. Mikilvægur þáttur í ferðunum er að nemendur og kennarar eru í beinu sambandi og samtali við fagfólk í ýmsum störfum á sviði keramiks, teikningar og textíls - við menntun, efnisrannsóknir, nýsköpun, hönnun og framleiðslu. Verkefnastýra Leonardo og Erasmus + verkefnanna er Sigurlína Osuala. Árið 2014 var í fyrsta skipti sótt um styrk til Erasmus +. Sótt var um fyrir námsferð nemenda og kennara í teiknideild, lengra starfsnámi fyrir þrjá textílnemendur og námsferð deildastjóra diplómadeilda sem ætla að kynna sér námsmat í nokkrum skólum í Bretlandi. Fullur styrkur var veittur.

 

KNOWHOW II / VERKLAG II - Leonardo Transfer of Innovation project 2009 - 2011

 • Myndlistaskólinn í  Reykjavík hlaut Leonardo da Vinci styrk til að þróa tvær 2ja ára námsbrautir í teikningu í skapandi greinum og textíl. Verkefnið er unnið í samstarfi við Tækniskólann, list- og verkgreinaskóla í þremur Evrópulöndum og fyrirtæki á viðkomandi sviðum. Námið byggir á aðferðafræði skapandi verklags (non-verbal learning) sem Myndlistaskólinn hefur þróað. Efnisþekking og verklag eru útgangspunktar í báðum námsleiðum en með því er komið á tengingum milli ólíkra greina; hönnunar, myndlistar og skapandi iðnaðar. Sömuleiðis mun námið nýtast nemendum sem ekki finna sér farveg í hefðbundnu bóknámi. Námsleiðirnar munu enn fremur byggja á evrópskum viðmiðaramma um hæfni, sem hefur verið innleiddur í íslenskt menntakerfi. Þróað verður samhæft einingakerfi milli þátttökustofnana svo nemendur geti fengið nám sitt metið hjá menntastofnunum í öðrum Evrópulöndum.
 • Vefur verkefnisins knowhow2.is var opin þar til 2015 en var þá lagður niður.
 • Mat á verkefninu / Assessment 
 • Thoughts on drawing and textile studies - lærdóms / kennsluaðferðir Knowhow II verkefnisins (PDF 4.4 MB).

 

 


 

KNOWHOW / VERKLAG - Leonardo da Vinci pilot project 2004 - 2007

 • Myndlistaskólinn í Reykjavík átti frumkvæði að og stýrði verkefninu Knowhow, samstarfsverkefni sex listaskóla í Evrópu sem féll að þeim markmiðum Evrópusambandsins er lúta að bættri verk- og starfskunnáttu.  Auk þess var það í samræmi við forgangsáherslur Evrópusambandsins 2003 – 2004 þar sem kallað er eftir nýjungum á sviði náms og kennslu í grunnþáttum verknáms og í kennslufræðum.
 • Áætlaður vinnslutími verkefnisins var 30 mánuðir ( nóv.2004-maí 2007). Megin markmið þess var að safna gögnum um, og skrá kennslu- og námsaðferðir listaskólanna 6 sem eru þáttakendur í KNOWHOW, þannig að unnt sé að miðla þeim áfram inn í víðara samhengi menntunar og náms.
 • Vefur verkefnisins knowhow.is var opin þar til 2015 en var þá lagður niður.
  VIÐURKENNING - Fyrirmyndarverkefni Leonardó starfsmenntaáætlunar ESB. Verkefnið hlaut gæðaviðurkenningu fyrir tilraunaverkefni 2000 - 2004
 • Útgefin voru 4 rit um verkefnið Knowhow (PDF 2-2.5 MB hvert).