Skólasókn

Nemendur eiga að mæta í alla kennslu og koma stundvíslega hvern dag. Kennarar hafa yfirlit yfir ástundun og skrá viðveru nemenda. Forföll vegna veikinda skulu tilkynnt samdægurs og síðan staðfest með læknisvottorði. Ef viðvera nemanda í námsáfanga fer niður fyrir 80% hefur nemandinn fyrirgert rétti sínum til námsmats í viðkomandi áfanga, nema hann hafi fengið sérstakt leyfi kennara/deildarstjóra eða leggi fram læknisvottorð vegna veikinda. Ef veikindi eða aðrar óviðráðanlegar ástæður orsaka langvarandi fjarvistir er af hálfu skólans reynt að leysa vandann eftir því sem við á hverju sinni. Læknisvottorð getur þó aldrei komið í staðinn fyrir nám.
Skólasókn er ekki metin til eininga.