Skólareglur

 

Kennarar eru allir starfandi myndlistamenn og hönnuðir og starfa eftir siðareglum kennara um að þeim beri að stuðla að alhliða þroska nemanda, fræðslu þeirra og uppeldi og virða hagsmuni þeirra, samanber siðareglur Kennarasambands Íslands sem skólinn hefur góðfúslega fengið leyfi til að tengja við. Einnig að jafnréttis sé gætt í hvítvetna. Kennarar skulu gæta þagmælsku um hagi nemenda sinna.

Skólareglur fyrir nemendur:

  1. Nemendur skulu sýna verkum og skoðunum annarra virðingu.
  2. Nemendur skulu lúta reglum um notkun bókasafns.
  3. Nemendur skulu ganga vel um búnað skólans, stofur og sameiginleg rými, tæki, tól og efnivið og skilja ætíð við eins og þeir vilja koma að.
  4. Öll neysla áfengis, tóbaks og annarra vímuefna er bönnuð í skólanum.

Ef  nemendur brjóta ofangreindar reglur eru þeir ávítaðir skriflega. Ítrekuð brot varða brottrekstri úr skóla.