Skólanámskrá

SKÓLANÁMSKRÁ - PDF

Skólanámskrá Myndlistaskólans í Reykjavík er unnin af skólastjóra, í nánu samráði við námsráðgjafa, deildarstjóra og aðra starfsmenn skólans. Hún er byggð á fyrri námskrá sem lögð var fram í menntamálaráðuneyti í desember 2012. Sú byggði á enn eldri námskrá sem lögð var fram í menntamálaráðuneyti árið 2001 en á grunni hennar var skólanum veitt formlegt leyfi til  að starfa sem einkaskóli á framhaldsskólastigi í desember 2003. Leyfið var endurnýjað árið 2008 og veitt til 31. júlí 2011 og aftur í desember 2012 veitt til 11. desember 2015. Haustið 2015 var brautarlýsing fyrir sjónlistadeild samþykkt af menntamálastofnun.

Námskráin nær til allra deilda á framhaldsskólastigi - en þær eru sjónlistadeild, teiknideild, textíldeild, keramikdeild og myndlistardeild fyrir nemendur með þroskahömlun.

Áfangar eru þrepasettir samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla 2011 og í samræmi við hana metnir til framhaldsskólaeininga. Skólinn naut aðstoðar stjórnenda Kvennaskólans í Reykjavík við þrepasetningu áfanga á listnámsbraut og mat til eininga en Kvennaskólann hafði eftirlit með kennslu í bóklegum kjarnagreinum á brautinni fyrstu árin. Því voru fyrstu fjórir nýstúdentahópar Myndlistaskólans útskrifaðir með undirskrift skólastjóra beggja skóla.

Skólanámskráin greinir jafnframt frá fyrirkomulagi barna- og unglingadeildar.