Skólagjöld

Stjórn skólans ákveður fjárhæð námsgjalda. Skólagjöld greiðast til skrifstofu Myndlistaskólans. Staðfestingargjald sem er hluti af skólagjöldum vetrarins þarf að greiða fyrir lok júní til að tryggja skólavist. Skólagjöld eru innheimt með greiðsluseðlum nema nemandi óski eftir öðru fyrirkomulagi og hafi um það samráð við skrifstofu. Einungis þeir sem greitt hafa skólagjöld teljast skráðir nemendur skólans.

  • Listnámsbraut - tveggja ára nám til stúdentsprófs: Verð fyrir skólaárið 2017-2018 er samtals 190.000 kr.
  • Listnám - eins árs grunnnám: Verð fyrir skólaárið 2017-2018 er samtals 280.000 kr.

Námslán - nám í Sjónlistadeild er á framhaldsskólastigi og EKKI LÁNSHÆFT hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna.