Skólagjöld

Stjórn skólans ákveður fjárhæð námsgjalda. Skólagjöld greiðast til skrifstofu Myndlistaskólans og eru innheimt með greiðsluseðlum, sem deilt er í nokkrar greiðslur fyrir hverja önn. Staðfestingargjald sem er hluti af skólagjöldum annarinnar þarf að greiða fyrir lok júní til að tryggja skólavist á haustönn. Óski nemandi eftir að greiða skólagjöld með öðru fyrirkomulagi en á greiðsluseðlum þarf viðkomandi að hafa samband við skrifstofu skólans sem allra fyrst. Einungis þeir sem greitt hafa skólagjöld teljast skrásettir nemendur skólans.

  • Skólagjöld fyrir diplómanám skólaárið 2017-18 eru samtals 390.000 kr.
  • Nemendum er bent á að öll námsgjöld og skráningargjöld á að greiða til Myndlistaskólans í Reykjavík en ekki til Tækniskólans.
  • Námið er lánshæft hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna.