Skólagjöld

Verð námskeiða. Upplýsingar um verð eru inná síðu hjá hverju námskeiði fyrir sig.

Greiðslur. Gengið er frá greiðslu námskeiðagjalda um leið og skráð er á námskeiðið. Hægt er að borga með kreditkorti eða fá kröfur inná heimabanka og hægt er að skipta greiðslum upp að vissu marki.

Frístundagreiðslur ÍTR. Hægt er að ráðstafa frístundagreiðslum ÍTR fyrir börn og ungt fólk á aldrinum 6 - 18 ára til greiðslu barna- og unglinganámskeiða við Myndlistaskólann, þetta gildir þó ekki þegar um skemmri námskeið s.s. sumarnámskeið er að ræða samkvæmt reglum ÍTR um frístundastyrk. Gengið er frá ráðstöfun frístundagreiðslu til Myndlistaskólans um leið og skráð er í gegnum skráninga- og greiðsluvef skólans.

Frístundagreiðslur Hafnarfjarðarbæjar. Myndlistaskólinn er með samning við Hafnarfjarðarbæ um niðurgreiðslur þeirra á námskeiðum fyrir börn og ungt fólk. Foreldrar og forráðamenn þurfa að gera viðeigandi ráðstafanir á bæjarskrifstofu.

Vanskil. Starfsfólk skólans gerir sitt besta til að koma til móts við nemendur varðandi greiðslur skólagjalda og byggir á gagnkvæmri virðingu. En vakin er athygli á að skólinn er með samning við Motus innheimtuþjónustu varðandi kröfur í vanskilum og færist ógreidd krafa alla jafna í innheimtu til þeirra 30 dögum eftir eindaga.

Stéttarfélög. Mörg starfsgreina- og stéttarfélög niðurgreiða nám við skólann.

Framhaldsskólar. Nokkrir framhaldsskólanna hafa tekið þátt í greiðslum námskeiða fyrir sína nemendur í samræmi við að Menntamálaráðuneyti veitti haustið 2007 framhaldsskólum leyfi til þess að telja fram einingar, í Innu(bókhaldskerfi framhaldsskólakerfis um einingar), sem teknar væru íMyndlistaskólanum í Reykjavík. Með þessu móti opnaðist leið fyrirnemendur sem eru skráðir í framhaldsskóla til að fá fjárhagsaðstoð viðgreiðslu skólagjalda í Myndlistaskólanum frá sínum skóla. Það er, hinsvegar, undir hverjum framhaldsskóla komið hvort þeir veiti nemendum sínum leyfi til að nýta þennan möguleika – og hefurþað þá farið eftir stöðu nemanda í námi og fjárhagsstöðu hvers skóla. Nemendur hafa sótt um leyfi til skólameistara og þurfa að leita upplýsinga í sínum skóla.

Afslættir. Fjölskylduafsláttur 10%. Afsláttur ef nemandi er samtímis á tveimur eða fleiri námskeiðum 10%. Afsláttur til framhaldsskólanema 20%. Afsláttur öryrkja 5%. Afsláttur aldraðra 5%.

Viðbótarkostnaður fyrir börn og ungmenni með lögheimili utan Reykjavíkur. Reykjavíkurborg styrkir starfsemi barna- og unglingadeildar. Stuðningurinn einskorðast við börn og ungmenni með lögheimili í Reykjavík.
Börn og ungmenni búsett  í öðrum sveitarfélögum greiða af þeim sökum 30% hærri námskeiðsgjöld en börn búsett í Reykjavík. Sú upphæð er innheimt sérstaklega.